Moses Hightower á Gljúfrasteini um verslunarmannahelgina

Moses Hightower standa fyrir hljómþýðri stofustund af þeirra alkunnu snilld.

Hljómsveitin Moses Hightower flytur lágstemmdar útgáfur af lögum sínum sem lítt rafmagnaður strengjakvartett; leikandi á píanó-, gítar- og bassastrengi á meðan trymbill sveitarinnar slær hjartans hörpustrengi.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Dagskrá stofutónleikanna má sjá í heild sinni hér.

Til baka í viðburði