Síðustu stofuupplestrarnir á Gljúfrasteini fyrir jólin

Þórarinn Eldjárn, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragna Sigurðardóttir og Jón Kalman Stefánsson lásu úr verkum sínum á Gljúfrasteini sunnudaginn 11. desember.

Síðasta sunnudag aðventu munu Hallgrímur Helgason, Vigdís Grímsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir og Steinunn G. Helgadóttir koma í stofuna og lesa úr bókum sínum.

Það er upplagt að leggja leið sína í Mosfellsdalinn og láta jólastressið líða úr sér í stofu skáldsins ásamt því að hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem skáldsögur, glæpasaga og ljóð eru í boði þennan síðasta sunnudag í aðventu.

 

18. desember
Hallgrímur Helgason - Konan við 1000°
Vigdís Grímsdóttir - Trúir þú á töfra?
Yrsa Sigurðardóttir - Brakið
Steinunn G. Helgadóttir – Kafbátakórinn

Upplestrarnir hefjast klukkan 16. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.