Salka Valka: Andstæðir pólar - Epík og dramatík

Salka Valka - Þú vínviður hreini 1931

„... þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl?" (Fuglinn í fjörunni. 7. kafli. Salka Valka)

Næsta sunnudag, þann 25. apríl mun Hrafnhildur Hagalín fjalla um leikgerð hennar á Sölku Völku. Hún mun fjalla um vandann við að snúa skáldsögu yfir í leikrit og veltir fyrir sér að hvaða leyti formin eru ólík.

Salka Valka var frumsýnd í nýrri leikgerð Hrafnhildar Hagalín og í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman í október 2005. Þá voru einmitt liðin 50 ár frá því að sænska akademían tilkynnti að Halldór Laxness hlyti Bókmenntaverðlaun Nóbels. Sýningin fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum sem og áhorfendum.

Að venju hefst spjallið klukkan 16 og allir velkomnir.

Aðgangseyrir er 800 krónur.

Verk mánaðarins er haldið síðasta sunnudag hvers mánaðar. Benedikt Erlingsson mun ræða um leikgerð Íslandsklukkunnar sunnudaginn 30. maí.