Laxnesskvöld kirkjukórs Lágafellssóknar

28/01 2014

Halldór Laxness á gönguferð í Mosfellsdalnum.

Halldór lifði og starfaði lengstan part ævi sinnar í Mosfelldalnum og setti svip sinn því að mörgu leyti á menningarlíf sveitarinnar. Það er því kannski ekki að undra að verk hans skuli vera í hávegum höfð enn þann dag í dag og að Mosfellingar kjósi að halda þeim á lofti.

Sem dæmi um slíkt má nefna Laxnesskvöld kirkjukórs Lágafellssóknar sem haldið verður í Lágafellskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 20.00. Jón Magnús Jónsson frá Reykjum, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Særún Harðardóttir munu syngja mörg af ástsælustu ljóðum skáldsins við lög ýmissa tónskálda ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Brynhildur Ágeirsdóttir leikur á þverflautu og félagar úr kirkjukórnum lesa valda kafla úr Heimsljósi.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Lágafellskirkju