Innansveitarkronikuvefur opnaður formlega

Andrés Ólafsson bóndi á Hrísbrú (1871-1956). Ljósmyndari óþekktur. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar.

Innansveitarkronika er nú aðgengileg sem rafbók þar sem einnig má hlýða á upplestur Halldórs Laxness. Unnið hefur verið að þessu tilraunaverkefni frá því í ársbyrjun 2014 en um samstarfsverkefni nokkurra stofnanna og aðila er að ræða; Gljúfrasteins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Ríkisútvarpsins, Forlagsins, verkfræði – og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og fjölskyldu Halldórs Laxness.

Þessi vefur markar tímamót því í fyrsta sinn er verki Halldórs Laxness miðlað með þessum hætti. Notendum gefst kostur á að lesa bókina í heild sinni sem rafbók, hlusta á upplestur skáldsins og afla sér fróðleiks um sögusviðið og sögupersónur. Tilgangur hans er einnig að miðla skáldverki eftir Halldór Laxness á nýstárlegri hátt en áður hefur verið gert og varpa ljósi á tengsl verka hans við heimasveit skáldsins, Mosfellssveitina.

Gljúfrasteinn hlaut Þróunar- og Nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015 fyrir verkefnið.

Vefur um Innansveitarkroniku