Dagur bókarinnar á Gljúfrasteini

21/04 2011

Halldór við skriftir á bókasafninu að Laugarvatni sumarið 1933. Þetta sumar var Halldór að vinna að Sjálfstæðu fólki en fleiri bækur hans urðu til þarna.

23. apríl næstkomandi verður Dagur bókarinnar haldinn hátíðlegur í sextánda skiptið. Það var Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, eða UNESCO, sem skipulagði fyrsta dag bókarinnar árið 1995 og varð 23. apríl fyrir valinu því að margir af helstu rithöfundum heims fæddust einmitt þann dag. Þar má nefna t.d. Shakespeare, Ngaio Marsh og Halldór Kiljan Laxness.

Halldór fæddist 23. apríl árið 1902 í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsdal. Frá 1945 átti hann fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit og undi þar vel. Eftir langa ævi lést Halldór 8. febrúar 1998, þá á 96 aldursári. Á afmælisdegi skáldsins þann 23. apríl þá um vorið var duft hans jarðsett að Mosfelli, en þá var fyrsti sumardagur.

Í tilefni af Degi bókarinnar og afmælisdegi Halldórs laugardaginn 23. apríl verður aðgangur að safninu ókeypis. Opið er milli kl. 10 og 17 þann dag.

 

Opnunartímar yfir páskana eru eftirfarandi:

  • Opið: skírdag og laugardag. Ókeypis aðgangur á laugardaginn
  • Lokað: föstudaginn langa, páskasunnudag og annan í páskum