Beethoven, sveifla og Ási í Bæ á stofutónleikum sumarsins 2014

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari leikur ásamt Aladár Rácz á fyrstu stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 1. júní 2014

 

Sunnudaginn 1. júní hefst stofutónleikaröð Gljúfrasteins að nýju en þá koma fram þau Laufey Sigurðardóttir og Aladár Rácz og flytja verk eftir Beethoven, Kreisler og Albeniz fyrir fiðlu og píanó.
Átta ár eru liðin síðan stofutónleikaröð Gljúfrasteins hóf göngu sína en það voru þær Anna Guðný Guðmundsdóttir og Diddú sem fyrst komu fram á vegum tónleikaraðarinnar sunnudaginn 5. júní árið 2006. Fjöldi tónlistarmanna hefur komið fram í stofunni síðan en allt frá því að hjónin Halldór Laxness og Auður Sveinsdóttir hófu búskap á Gljúfrasteini árið 1945 hefur stofan verið vettvangur fyrir tónlistarmenn innlenda sem erlendra og þjónað hlutverki eins konar menningarstofnunar í Mosfellsdalnum.
Tónlistarráðunautur tónleikaraðarinnar hefur frá upphafi verið Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og í ár verður boðið upp á samtals fjórtán tónleika af ýmsu tagi í flutningi yfir tuttugu tónlistarmanna.
Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1500 krónur.
Dagskrá stofutónleikaraðar 2014
JÚNÍ:
1. júní - Laufey Sigurðardóttir fiðla og Aladár Rácz píanó flytja verk eftir Beethoven, Kreisler og Albeniz
8. júní - Blásarakvintett Reykjavíkur flytur tónlist eftir Darius Milhaud, Atla Heimi Sveinsson og Ferenc Farkas
15. júní - Vatnaskil - Ástvaldur Traustason píanó og Tómas R. Einarsson kontrabassi flytja frumsamin verk á huglægu nótunum
22. júní - Jón Ólafsson syngur og leikur á píanó
29. júní - Björg Þórhallsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanó flytja úrval íslenskra laga og ljóða
JÚLÍ:
6. júlí - Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó flytja úrval laga eftir hina þjóðþekktu höfunda Sigfús Halldórsson og Ása í Bæ
13. júlí - Hafdís Huld söngkona og Alisdair Wright gítar flytja lög af plötunni Home í bland við eldra efni
20. júlí – Funi - Bára Grímsdóttir söng- og kvæðakona og Chris Foster söngvaskáld flytja íslenska þjóðlagatónlist
27. júlí - Glódís M. Guðmundsdóttir leikur píanósónötu í A- dúr eftir Franz Schubert
ÁGÚST:
3. ágúst - Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari flytur Sólósónötu í a-moll eftir Bach
10. ágúst - Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann G. Jóhannsson píanó flytja sönglög Jóhanns við ljóð Halldórs Laxness
17. ágúst - Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttr píanó syngja og leika verk eftir Dvořák og Ravel
24. ágúst - Secret Swing Society flytur gamaldags sveiflutónlist og Kristján Tryggvi Martinsson leikur á píanó
31. ágúst - Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó flytja verk eftir bandarísk tónskáld

Sunnudaginn 1. júní hefst stofutónleikaröð Gljúfrasteins að nýju en þá koma fram þau Laufey Sigurðardóttir og Aladár Rácz og flytja verk eftir Beethoven, Kreisler og Albeniz fyrir fiðlu og píanó.

Átta ár eru liðin síðan stofutónleikaröð Gljúfrasteins hóf göngu sína en það voru þær Anna Guðný Guðmundsdóttir og Diddú sem fyrst komu fram á vegum tónleikaraðarinnar sunnudaginn 5. júní árið 2006. Fjöldi tónlistarmanna hefur komið fram í stofunni síðan en allt frá því að hjónin Halldór Laxness og Auður Sveinsdóttir hófu búskap á Gljúfrasteini árið 1945 hefur stofan verið vettvangur fyrir tónlistarmenn innlenda sem erlendra og þjónað hlutverki eins konar menningarstofnunar í Mosfellsdalnum.

Tónlistarráðunautur tónleikaraðarinnar hefur frá upphafi verið Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og í ár verður boðið upp á samtals fjórtán tónleika af ýmsu tagi í flutningi yfir tuttugu tónlistarmanna.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1500 krónur.

Dagskrá stofutónleikaraðar 2014

JÚNÍ:

1. júní - Laufey Sigurðardóttir fiðla og Aladár Rácz píanó flytja verk eftir Beethoven, Kreisler og Albeniz

8. júní - Blásarakvintett Reykjavíkur flytur tónlist eftir Darius Milhaud, Atla Heimi Sveinsson og Ferenc Farkas

15. júní - Vatnaskil - Ástvaldur Traustason píanó og Tómas R. Einarsson kontrabassi flytja frumsamin verk á huglægu nótunum

22. júní - Jón Ólafsson syngur og leikur á píanó

29. júní - Björg Þórhallsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanó flytja úrval íslenskra laga og ljóða

 

JÚLÍ:

6. júlí - Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó flytja úrval laga eftir hina þjóðþekktu höfunda Sigfús Halldórsson og Ása í Bæ

13. júlí - Hafdís Huld söngkona og Alisdair Wright gítar flytja lög af plötunni Home í bland við eldra efni

20. júlí – Glódís Guðmundsdóttir leikur píanósónötu í A - dúr eftir Franz Schubert

27. júlí - Funi - Bára Grímsdóttir söng- og kvæðakona og Chris Foster söngvaskáld flytja íslenska þjóðlagatónlist

 

ÁGÚST:

3. ágúst - Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari flytur Sólósónötu í a-moll eftir Bach

10. ágúst - Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann G. Jóhannsson píanó flytja sönglög Jóhanns við ljóð Halldórs Laxness

17. ágúst - Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttr píanó syngja og leika verk eftir Dvořák og Ravel

24. ágúst - Secret Swing Society flytur gamaldags sveiflutónlist og Kristján Tryggvi Martinsson leikur á píanó

31. ágúst - Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó flytja verk eftir bandarísk tónskáld