Aukasýning á Brekkukotsannáli klukkan 14 í dag

Söngskemmtun úr sjónvarpsmyndinni Brekkukotsannáll

Aukasýning á Brekkukotsannáli verður klukkan 14 í dag, fimmtudag. Miðaverð aðeins 750 krónur.

Brekkukotsannáll var sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem var frumsýnd árið 1973. Myndin hefur aldrei áður verið sýnd í lit og á hvíta tjaldinu svo hér gefst einstakt tækifæri á að sjá 40 ára gamla perlu. Með aðalhlutverk fara Jón Laxdal, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Nikulás Þorvarðsson, Regína Þórðardóttir, Róbert Arnfinnsson og Árni Árnason.

Hægt er að nálgast miða á midi.is og í Bíó Paradís.

Hér má sjá heildardagskrá kvikmyndahátíðarinnar Laxness í lifandi myndum en kvikmyndir byggðar á verkum Halldórs Laxness verða til sýninga í Bíó Paradís alla vikuna til laugardagsins 28. apríl.