Halldór Laxness les fyrir þjóðina

Allir upplestrar Halldórs Laxness sem varðveittir eru í safni RÚV eru aðgengilegir í spilara RÚV á netinu. Tilefnið er 90 ára afmæli RÚV í desember síðastliðnum en þá var ákveðið að færa þjóðinni lestra Halldórs Laxness að gjöf í samstarfi við dætur hans þær Guðnýju og Sigríði Halldórsdætur. Þetta þykja afar ánægjuleg tíðindi og ljóst að gjöfin mun gleðja hlustendur.

Halldór við lestur í skrifstofu sinni á Gljúfrasteini.

Meðal bóka sem nú er hægt að hlusta á nóbelskáldið lesa í spilara RÚV eru GerplaBrekkukotsannáll, Í túninu heimaParadísarheimtKristnihald undir Jökli, Atómstöðin og Innansveitarkronika.
Þá er einnig hægt að hlýða á Halldór lesa nokkur ljóð sem hann samdi og ljóðaþýðingar. Einnig Passíusálmana og Birtíng eftir Voltaire sem hann þýddi og kom út hér á landi árið 1945. Í spilara RÚV er líka hægt að hlusta á Halldór Laxness lesa grein sína Hernaðurinn gegn landinu. 

Til baka í viðburði