Latín stemning í stofunni

Latíntríó Tómasar R. Einarssonar

Latíntríó Tómasar R. Einarssonar hóf stofutónleikaröð sumarsins 2007.

Auk tónskáldsins og forsprakkans Tómasar R. Einarssonar , sem leikur á kontrabassa skipa tríóið Óskar Guðjónsson á tenórsaxófón og Ómar Guðjónsson á gítar. Tómas R. hefur verið einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri djasstónlist síðustu tvo áratugi og eru geisladiskar sem innihalda eingöngu eða aðallega tónlist eftir hann orðnir 14 talsins. Haustið 2006 kom út diskurinn hans Romm Tomm Tomm , sem hlaut afbragðsdóma heima og erlendis. Á efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn voru m.a. lög af Romm Tomm Tomm í bland við eldra efni. Fyrir þá sem vilja heyra meira frá þeim má benda á myspace-síðu Tómasar þar sem hægt er að hlusta á tóndæmi af Romm Tomm Tomm.