PálssonHirv dúettinn

Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eislandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 16. júní. Páll Ragnar og Tui eru eins og alfræðiorðabækur þegar kemur að tónlist. Þau hafa  safnað að sér lögum frá ólíkum heimshornum sem þau svo raða saman á þannig hátt að útkoman verður eitthvað stærra og meira en hvert lag um sig. Lögin eru bæði kunnugleg og minna þekkt.

Dagskráin er öll fléttuð saman með frásögn af tónlistinni, lýsingum á uppruna hennar og hvernig hún barst til eyrna Páls og Tui. Þannig gefa þau tónleikunum persónulegt yfirbragð og húmorinn er aldrei langt undan.  

Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eislandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 16. júní. Páll Ragnar og Tui eru eins og alfræðiorðabækur þegar kemur að tónlist. Þau hafa  safnað að sér lögum frá ólíkum heimshornum sem þau svo raða saman á þannig hátt að útkoman verður eitthvað stærra og meira en hvert lag um sig. Lögin eru bæði kunnugleg og minna þekkt.

Dagskráin er öll fléttuð saman með frásögn af tónlistinni, lýsingum á uppruna hennar og hvernig hún barst til eyrna Páls og Tui. Þannig gefa þau tónleikunum persónulegt yfirbragð og húmorinn er aldrei langt undan.  

PálssonHirv dúettinn skipa Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari og tónskáld, og Tui Hirv, söngkona og tónlistarfræðingur. Þau ólust upp í sitthvorum heiminum, hann í íslensku rokksenunni með öllu því frelsi og leikgleði sem henni fylgdi, og hún í strang-akademísku skólakerfi Eistlands og kórmenningu. Leiðir þeirra lágu saman í tónlistarakademíunni í Tallinn og hafa síðan þá unnið saman að listsköpun, þar sem Tui hefur flutt tónverk Páls bæði hér og erlendis.  

PálssonHirv verkefnið er þó með öðru sniði. Þar flytja þau lög úr öðrum áttum, hvort sem það eru þjóðlög eða gömul dægurlög, og matreiða eftir sínu eigin höfði. Ólíkur bakgrunnur þeirra og nálgun á tónlistina skapar nýjan hljóðheim. Sköpunarferlinu má lýsa sem einskonar heimilislegu gramsi, lágstemmdu og leikandi, sem þau svo taka með sér á svið. Hráefnin eru einföld, gítar og rödd. En Páll Ragnar og Tui nota þau í víðu samhengi og bjóða upp á óvænta upplifun gerða af smekkvísi og næmni.  

Dúettinn hefur troðið víða upp í gegnum tíðina, t.d. á Hótel Flatey, Norræna húsinu, 12 Tónum, Havarí á Karlsstöðum, Gljúfrasteini, Skálholti og við ýmsar samkomur svo sem heimsóknir eistneskra þjóðhöfðingja eða stjórmálamanna í ráðherrabústaðnum. 

Hér má sjá dagskrá sumarsins í heild sinni. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins. 

Til baka í viðburði