“Ásur þrjár og Ingur tvær”: Vinahópur Erlendar í Unuhúsi

“Ásur þrjár og Ingur tvær”: Vinahópur Erlendar í Unuhúsi, er yfirskrift viðburðar í umsjón Jóns Karls Helgasonar og Sunnevu Kristínar Sigurðardóttur.

Gleðskapur i Unuhúsi. Hér má sjá Steinunni Árnadóttur klædda kjólfötum til vinstri. Erlendur Guðmundsson, Nikkólína Árnadóttir með gítarinn. Við hlið Erlendar er góðvinkona hans Áslaug Árnadóttir, þá Sigríður Björnsdóttir og Margrét Árnadóttir. Jóhanna Guðmundsdóttir leikur á píanóið. Myndin er tekin um 1930.

Undanfarið ár hefur sýningin „En honum á ég flest að þakka“ tekið á móti gestum í móttöku Gljúfrasteini. Þar er varpað ljósi á nána vináttu Halldórs Laxness og Erlendar Guðmundssonar, sem bjó alla ævi í Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík. Laugardaginn 4. maí verður dagskrá á Gljúfrasteini þar sem varpað er ljósi á fleiri náin vinasambönd Erlendar. Sunneva Kristín Sigurðardóttir ræðir m.a. um vináttu Erlendar, Nínu Tryggvadóttur og Sólveigar Sandholt. En Jón Karl Helgason mun m.a. fjalla um vináttu við Stefán Bjarman og Benedikt Stefánsson. 

Frítt er inn á viðburðinn og öll velkomin. 

Hér má sjá vordagskrá Gljúfrasteins í heild sinni.  

Til baka í viðburði