Lilja

Viðar Eggertsson í hlutverki sínu í Lilju.

Stuttmyndin Lilja var frumsýnd 11. febrúar 1978 í Háskólabíói.

Framleiðandi: Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson
Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson
Leikarar: Eyjólfur Bjarnason, Viðar Eggertsson, Sigurður Sigurjónsson, Ellen Gunnarsdóttir og Áróra Halldórsdóttir

Lilja kom út í smásagnasafninu Fótatak manna árið 1933 og sagan gerist um það leyti eða einhvern tímann á þriðja áratugnum. Hrafn Gunnlaugsson skrifaði handritið og færði söguna til nútímans. Sagan segir af nokkrum læknanemum sem ræna líki nýlátins fátæks manns sem hvorki á eignir né frændur. Þetta gera læknanemarnir í þágu vísindanna og setja grjót í líkkistuna.