Kristnihald undir jökli

Úr kvikmyndinni Kristnihald undir Jökli.

Kristnihald undir Jökli var frumsýnd: 25. febrúar 1989
Framleiðandi: Umbi í samvinnu við SDR Stuttgart
Leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir
Leikarar: Baldvin Halldórsson, Sigurður Sigurjónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Egill Ólafsson og Rúrik Haraldsson

Kristnihald undir Jökli kom út árið 1968. Sagan greinir frá umboðsmanni biskups, Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði einum á Snæfellsnesi. Tilefni

fararinnar er að séra Jón Prímus er talinn vera hættur að sinna embættisverkum og hjúskaparstaða hans heldur óljós. Umbi á að setja saman skýrslu um ferð sína en skýrslugerðin verður snúnari eftir því sem á líður.