Hannyrðir

Auður Sveinsdóttir situr við píanóið heima á Gljúfrasteini í handprjónaðri peysu.

Auður var annáluð handavinnukona. Eftir hana liggja margir fallegir gripir sem sjá má á Gljúfrasteini. Uppskriftir hennar hafa birst í tímaritum og fékk hún m.a. viðurkenningu árið 1970 í hekl - og prjónasamkeppni Álafoss fyrir frumlega útgáfu af íslensku skotthúfunni. Á þessari síðu verður safnað saman þeim uppskriftum sem liggja eftir Auði og hafa birst á prenti ásamt umfjöllun um verk hennar; bæði skrif og verk sem hún vann í textíl.