Upplestrar á aðventunni

Senn líður að aðventu og því komið að árlegum upplestrum á Gljúfrasteini sem nú eru haldnir í þrettánda sinn. Upplestrarnir hafa fest sig í sessi í dagskrá safnsins og eru góð slökun í amstri dagsins, fjarri skarkalanum sem oft vill einkenna desember. Í ár kennir ýmissa grasa og mörg fremstu skáld þjóðarinnar verðlauna þá gesti sem leggja leið sína að húsi skáldsins með því að lesa upp úr nýútkomnum hnýsilegum verkum sínum.

Upplestrarnir hefjast stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá aðventuupplestra á Gljúfrasteini verður sem hér segir:

26. nóvember:

Kristín Eiríksdóttir - Elín, ýmislegt

Hallgrímur Helgason - Fiskur af himni

Bubbi - Hreistur

Dóri DNA - Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra

3. desember:

Jón Kalman Stefánsson - Saga Ástu

Kristín Ómarsdóttir - Kóngulær í sýningargluggum

Oddný Eir - Undirferli 

Friðgeir Einarsson - Formaður húsfélagsins

10. desember:

Gerður Kristný - Smartís

Bragi Ólafsson - Öfugsnáði

Halldóra Thoroddsen - Orðsendingar

Fríða Ísberg - Slitförin

17. desember:

Einar Már Guðmundsson - Passamyndir

Vilborg Davíðsdóttir - Blóðug jörð

Kött Grá Pje - Hin svarta útsending

Bergþóra Snæbjörnsdóttir - Flórída

Dóri DNA les upp úr ljóðabók sinni Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir – Lítil atvik, mikil eftirmál, í desember 2015.