“Skáldið og rússneskar perlur”

Sunnudaginn 31.mars kl. 15 verður sérstök tónleikadagskrá sem ber heitið  “Skáldið og rússneskar perlur “ þar sem verður fjallað um Halldór Laxness sem einn af stofnendum MÍR. 
 

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og Alexandra Chernyshova, sópransöngkona.

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, mun fjalla um Halldór Laxness og vinnu hans sem einn af stofnendum MÍR.

Rússneskar perlur eftir Sergei Rachmaninov,  Pjotr Tchaikovskiy og Aleksandr Aljabiev munu auk þess hljóma í flutningi Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu og Olgu Ermakovu píanóleikara, en hún kemur sérstaklega frá Pétursborg af þessu tilefni í tengslum við tónlistarmenningarbrú Íslands og Rússlands, “Russian Souvenir”.

Tónleikarnir hefjast kl. 15 og er aðgangseyrir 2500 kr.

Til baka í viðburði