Sigrún á stofutónleikum Gljúfrasteins

Sigrún syngur og leikur lög sín í áður óheyrðum útgáfum á Gljúfrasteini um verslunarmannahelgina, 2. ágúst kl. 16.

Sigrún kemur fram á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins.

Með sérstæðum hljóðheim og rödd sinni þræðir hún saman mörk tilraunkenndrar raftónlistar og popptónlistar. Meðal annars mun hún leika á kjöltuhörpu og rafdrifna steina.

Sigrún er tónskáld, hljóðfæraleikari og söngvari. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut á árunum 2011-2015 og hefur einnig sem hljóðfæraleikari unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna á borð við Sigur Rós, Björk, Sóley, Oprhic Oxtra, Florence and the Machine auk margra annarra. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út 4 smáskífur. Á þeim skapar Sigrún heim tilraunakenndar raftónlistar sem hún hefur síðan þá haldið áfram að þróa.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 28. júní til 30. ágúst. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Athugið að ekki er hægt að bjóða uppá tveggja metra pláss á stofutónleikum.

Hér má sjá lista yfir tónleikaröðina í heild sinni.

Til baka í viðburði