Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar halda tónleika á Gljúfrasteini á Safnanótt

Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson halda tónleika í stofunni á Gljúfrasteini á Safnanótt föstudaginn 8. febrúar klukkan 20:30.
Ókeypis aðgangur. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

 

 


 

Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar halda tónleika á Gljúfrasteini á Safnanótt

Gljúfrasteinn tekur þátt í Vetrarhátíð og á Safnanótt föstudaginn 8.febrúar verður ókeypis aðgangur að safninu milli klukkan 19:00 og 23:00.   
Klukkan 20:30 hefjast tónleikar í stofunni með þeim Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Samstarf þeirra hófst fyrir um áratug þegar þau voru bæði að stíga sín fyrstu skref sem starfandi tónlistarfólk.
Sigríður hefur starfað við söng undanfarinn áratug og unnið með ýmsum tónlistarmönnum. Guðmundur Óskar er bassaleikari, gítarleikari og upptökustjóri.
Hann er eins og Sigríður, í hljómsveitinni Hjaltalín en þess utan spilar hann með hljómsveitinni Tilbury.

Ókeypis aðgangur. Öll innilega velkomin meðan húsrúm leyfir.

Vakin er athygli á því að strætisvagn, leið D fer sérstakar ferðir á Gljúfrastein þetta kvöld. Sjá nánar hér:

Gljúfrasteinsvagninn á Safnanótt 

 

 

 

Til baka í viðburði