Schola cantorum á stofutónleikum 21. júlí

Schola cantorum kemur fram á næstu stofutónleikum sunnudaginn 21. júlí kl. 16. Þau munu flakka um lendur íslenskrar tónlistar þar sem dróttkvæði miðalda koma við sögu, veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar auk ljóða nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá júní og út ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Til baka í viðburði