Samskipti á alþjóðadegi safna 18. maí

Alþjóðlegi safnadagurinn er 18.maí næstkomandi og tekur Gljúfrasteinn virkan þátt í honum. 

Alþjóðlegi safnadagurinn 18.maí 2018

Árlega er valin yfirskrift fyrir þennan dag sem tengist málefnum sem eru í brennidepli í samfélaginu.
,,Ofurtengd söfn: Ný nálgun, nýir gestir"  er yfirskrift Alþjóðasafnadagsins í ár.  Á heimasíðu íslandsdeildar Alþjóðasafnaráðsins (ICOM) segir m.a.
,,ofurtengslamyndun (e. hyperconnectivity) er hugtak sem smíðað var árið 2001 yfir þær fjölmörgu samskiptaleiðir sem við búum yfir í dag, svo sem samskipti í eigin persónu, tölvupóst, netspjall, síma og net.
Þetta alheimssamskiptanet verður flóknara, fjölbreyttara og samtengdara með hverjum deginum sem líður.  Söfn hafa fylgt þessari þróun í hinum ofurtengda veruleika nútímans. Því valdi Alþjóðasafnaráðið (ICOM) Alþjóðasafnadeginum 2018 yfirskriftina „Ofurtengd söfn: Ný nálgun, nýir gestir”."
Gljúfrasteinn tekur, eins og önnur söfn, virkan þátt í safnadeginum 18.maí og hægt verður að fylgjast með á heimsíðu Gljúfrasteins, Instagram og Facebook.

Þá er opið á safninu þennan dag eins og aðra frá 10:00-16:00

Til baka í viðburði