Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Gíslason á stofutónleikum

Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Gíslason koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins 8. júlí með söng og leik á snittubassa og sítar

Ragga og Bjöggi Gíslabörn munu bæði leika á óhefðbundið hljóðfæri sem Ragga hefur nefnt snittubassa. Þau verða með sitthvorn rafbassann sem þau leika á með misþykkum bygginga snittuteinum. Ragga mun beita söngröddinni og Bjöggi leika á sítar, en Bjöggi er einn færasti sítarleikari Evrópu og gefur indverskum sítarleikurum ekkert eftir.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði