Magga Stína syngur í stofunni á Gljúfrasteini

Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er oftast kölluð ætlar að syngja í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 18.ágúst.  Með henni verður Daníel Friðrik Böðvarsson, gítarleikari.  Þau ætla að flytja ljóð og lög eftir frændurna Halldór Laxness og Megas.
 

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir stundvíslega kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Dagskrá stofutónleikanna má sjá í heild sinni hér

Til baka í viðburði