Leiðsögn um veröld Auðar Laxness á Gljúfrasteini

Nú eru tæplega tvö ár frá því að byrjað var að bjóða uppá leiðsögn á Gljúfrasteini sem tileinkuð er Auði Sveinsdóttur Laxness. Tilefnið var að sumarið 2018 voru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar. Leiðsögnin ber yfirskriftina Frjáls í mínu lífi  og í henni eru sagðar sögur af húsfreyjunni og listakonunni Auði Laxness og staldrað við margar af glæsilegum hannyrðum hennar, þar á meðal púðann Landaparís sem hún saumaði út undir áhrifum frá verkum listamannsins Pablo Picasso og Maríuteppið sem hún gaf Halldóri Laxness, eiginmanni sínum eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin.

Leiðsögninni hefur verið ákaflega vel tekið af gestum safnsins og verður hún opin almenningi á opnunartíma þess til 1.maí næstkomandi.  Gestir eru beðnir um að bóka leiðsögn fyrirfram í síma 5868066 eða í gegnum netfangið gljufrasteinn@gljufrasteinn.is

Til baka í viðburði