Leiðsögn á nýju ári.

Leiðsögn um sýninguna ,,Frjáls í mínu lífi" heldur áfram á nýju ári og verður í boði út mars 2019.

Árið 2018 voru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar Laxness og af því tilefni hefur Gljúfrasteinn boðið upp á leiðsögn um sýninguna ,,Frjáls í mínu lífi" þar sem hönnun og handverk Auðar eru í öndvegi.
Bóka þarf leiðsögn fyrirfram í síma 586 8066 eða í gegnum netfangið gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Hámarksfjöldi í hóp er 20 manns.
Leiðsögn um sýninguna fer fram kl. 13:30 og er aðgangseyrir 900 kr. en 700 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. 

Til baka í viðburði