Kvöldstund með Högna á afmælisdegi skáldsins á Gljúfrasteini

Afmæli Halldórs Laxness er á mánudag. Högni Egilsson, tónlistarmaður kemur og spilar á flygilinn í stofunni á Gljúfrasteini í tilefni dagsins. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

 

 

Halldór og Auður á 90 ára afmæli skáldsins árið 1992 

Mánudaginn, 23. apríl eru liðin 116 ár frá fæðingardegi Halldórs Laxness. Í tilefni dagsins verður Gljúfrasteinn opinn um kvöldið frá klukkan 20 og er aðgangur ókeypis.  
Högni Egilsson, tónlistarmaður verður við flygilinn og ætlar að spila nokkur lög fyrir gesti sem leggja leið sína í hús skáldsins á afmælinu.

Verið öll hjartanlega velkomin.

,,Það er aðeins til einn tónn sem er allur tónninn ... sá sem hefur heyrt hann þarf einskis að biðja."

Brekkukotsannáll, 26.kafli. Garðar Hólm. 

Til baka í viðburði