Kabarett á Gljúfrasteini þann 11. ágúst

Björk Níelsdóttir, söngkona og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari leiða saman hesta sína á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins þann 11. ágúst.

Björk Níelsdóttir

Björk var nýverið kosin bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum og ætlar ásamt Matthildi að flytja æsispennandi kabarettprógramm með verkum  tónskáldsins Kurt Weill. Á efnisskránni mun ýmislegt koma við sögu, svo sem sjóræningjar, vændiskonur, spagettíbollur og brostin hjörtu. 

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Dagskrá stofutónleikanna má sjá í heild sinni hér.

Til baka í viðburði