Þjóðleg notalegheit á stofutónleikum Teits Magnússonar

Teitur Magnússon & Æðisgengið heimsækja Gljúfrastein sunnudaginn, 10. júní kl. 16:00.

 

 

Á stofutónleikum þeirra verður boðið upp á laufléttan og hressandi bræðing sumarslagara og þjóðlegra notalegheita. Blanda af frumsömdum lögum og þjóðlögum, síkadelískum og seiðandi. Hugljúft og heillandi í senn.

Æðisgengið skipa að þessu sinni þeir Arnljótur Sigurðsson, félagi Teits úr Ojba Rasta og danski látúnsbarkinn og gítarleikarinn Mads Mouritz. Á efnisskránni eru ný og eldri lög við texta Nóbelskáldsins í bland við lög söngvaskáldsins Teits.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði