Jófríður Ákadóttir á stofutónleikum á Gljúfrasteini 7. júlí

Jófríður Ákadóttir (JFDR) flytur lágstemmdar útgáfur af tilraunakenndri popptónlist sinni á næstu stofutónleikum sunnudaginn 7. júlí kl. 16. Hún mun spila á gítar ásamt systur sinni Ásthildi sem mun spila á píanó.

Jófríður

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá júní og út ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

 

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni hér.

Til baka í viðburði