Hundur í óskilum á degi íslenskrar tungu

Hljómsveitin Hundur í óskilum mun koma fram á Gljúfrasteini mánudaginn 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Viðburðurinn hefst klukkan 17 og er ókeypis.

Halldór og heimilishundur á Gljúfrasteini árið 1950.

Þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fara á hundavaði í gegnum nokkrar af þekktustu skáldsögum Halldórs í tali og tónum. Með alvöruleysið að vopni rekja þeir söguþráð Sjálfstæðs fólks undir þekktu bítlalagi. Frægustu setningar Íslandsklukkunnar eru uppistaða annars hljóðgjörnings. Á milli eru sungin ljóð eftir Halldór, sagt frá bókum hans og öllum brögðum beitt til að opna sagnaheim hans.

Til baka í viðburði