Hönnun, tónlist og daglegt líf á Gljúfrasteini

Í tilefni Safnanætur 7. febrúar verður opið frá 19 til 22. Í húsinu má sjá skandinavíska hönnun og framúrstefnulega list frá öndveðri tuttugustu öld.

Mosfellsdalurinn á þessum árstíma er engu líkur, aldrei að vita nema að það sjáist til norðuljósa og að stjörnuhiminninn skarti sínu fegursta.

Í tilefni Safnanætur 7. febrúar verður opið frá 19 til 22. Í húsinu má sjá skandinavíska hönnun og framúrstefnulega list frá öndveðri tuttugustu öld. Starfsfólk mun taka vel á móti gestum, segja sögur, svarar spurningum og leika tónlist úr vínyl-plötusafni skáldsins. Dalurinn sjálfur skartar fjölbreyttri flóru sagna og minninga eins og margir kannast við eftir lestur Innansveitarkróníku sem fagnar fimmtíu ára útgáfuafmæli sínu á þessu ári.

Frítt inn, verið velkomin í hús skáldsins.

Til baka í viðburði