Högni flytur nýtt tónverk á Gljúfrasteini

Högni Egilsson flytur nýtt tónverk á Gljúfrasteini í tilefni afmælis Halldórs Laxness. Verkið er innblásið af ljóðum skáldsins. 

Högni Egilsson flytur nýtt tónverk á Gljúfrasteini á afmælisdegi Halldórs Laxness

Högni Egilsson, tónskáld frumflytur nýtt tónverk á afmælisdegi Halldórs Laxness, mánudaginn 23. apríl 2018 á Gljúfrasteini.
Högni samdi verkið með nokkur ljóð eftir Halldór Laxness í huga. Högni sest við flygilinn í stofunni í húsi skáldsins klukkan 8 og spilar fyrir þau sem leggja leið sína á Gljúfrastein annað kvöld.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Til baka í viðburði