Einstakur vetrarviðburður Ragnars Kjartanssonar

Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir halda,
10. nóvember næstkomandi, tónleika í stofunni á Gljúfrasteini uppúr bókinni
Reginfjöll að Haustnóttum eftir Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri.
Halldór Laxness skifaði formála að bókinni árið 1978. Í henni má finna frásagnir Kjartans um skemmtigöngur hans um reginfjöll að síðhausti og undurfagrar frásagnir af draugum og heimalningum. 

Ragnar Kjartansson, listamaður 

Tónleikarnir hefjast klukkan 16, sunnudaginn 10. nóvember. Aðgöngumiðar verða seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs frá kl. 15 og kosta 3500 kr. 
Mælt er með að fólk mæti tímalega til að tryggja sér miða og sæti.

Hér má finna viðburðinn á Facebooksíðu safnsins 

Til baka í viðburði