Djasssveifla, latíntaktur og norrænar vísur.

Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson spila fyrir gesti Gljúfrasteins á stofutónleikum sunnudaginn 16.júní næstkomandi.  Gunnar og Tómas hafa spilað saman í aldarfjórðung og ætla á tónleikunum í stofu skáldsins að bregða fyrir sig norrænum vísum, klassískri djasssveiflu og dillandi latíntakti.

 

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.
Dagskrá stofutónleika í heild sinni má sjá hér. 

Til baka í viðburði