23. apríl: Stofuspjall um Elsku Draumu mína

23. apríl er Gljúfrasteini á hverju ári tvöfaldur í roðinu, en þá ber alþjóðlegan dag bókarinnar upp á fæðingardag Halldórs Laxness. Af því tilefni býður hús skáldsins bókelsku fólki velkomið í stofuspjall um Elsku Draumu mína, minningabók Sigríðar Halldórsdóttur sem Vigdís Grímsdóttir skráði. Saman munu þær ræða bókina við Svavar Steinarr og aðra gesti safnsins, en það er næsta víst að spjallið muni rúma annað og fleira, og ná um allt og ekkert.

Um samverkakonurnar þarf ekki að fjölyrða en bókin þeirra vakti lofsæla athygli í hinu alræmda jólabókaflóði síðasta árs fyrir hlýja en jafnframt glaðværa nærveru. Nú er bókin komin út í kilju og því við hæfi að dvelja í henni á Gljúfrasteini, æskuheimili Sigríðar.

Spjallið hefst klukkan 16:00 og er aðgangur gestum að kostnaðarlausu á meðan húsrúm leyfir.

Til baka í viðburði