Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness

Bjarni Frímann kemur fram á síðustu stofutónleikum sumarsins, sunnudaginn 26. ágúst.

Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness og flytur úrval verka á flygil skáldsins á síðustu stofutónleikum sumarsins þann 26. ágúst. 
Bjarni Frímann hefur verið áberandi undanfarin misseri í tónlistarlífinu en hann er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar og nýráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Stofutónleikarnir hefjast kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Til baka í viðburði