Að steypa sér í jökulinn.  Hugleiðingar um Kristnihald Halldórs Laxness

Miðvikudaginn 3. október eru 50 ár liðin frá því að skáldsagan Kristnihald undir Jökli kom út. Haldið verður uppá hálfrar aldar afmælið í stofunni á Gljúfrasteini þetta kvöld klukkan 20.00. 

Kristnihald undir Jökli 1968

Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands ætlar þá að ræða um Kristnihald undir Jökli en verkið hefur merkilega sérstöðu á ferli höfundarins og birtist á ólguskeiði í íslenskri skáldsagnagerð. Ástráður ræðir um Kristnihaldið í ljósi þeirra tíma en einnig frá sjónarhóli samtímans, hálfri öld síðar. Verkið vekur enn áleitnar spurningar um eðli frásagnarlistar og persónusköpunar, en einnig um mikilvægi staða, umhverfis og náttúru í skáldskap.

 
Húsið verður opnað klukkan 19.30. Aðgangseyrir enginn. 
Til baka í viðburði