60 ára afmæli Nóbelsverðlaunanna

Sýning er í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955.

Nóbelsverðlaunapeningurinn

Á sýningunni gefur að líta margvísleg skjöl úr skjalasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni, muni frá Gljúfrasteini og Nóbelsverðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Þá hefur RÚV unnið sérstakan vef sem tileinkaður er Nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness.

Sýningin er í samstarfi Gljúfrasteins – húss skáldsins, RÚV og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Til baka í viðburði