6. ágúst: Stofutónleikar. Leikhúsperlur um verslunarmannahelgina

Elmar Gilbertsson tenór, Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari standa fyrir tónleikum með yfirskriftinni Leikhúsperlur.

Á dagskrá tónleikanna eru lög úr leikverkum eftir Halldór Laxness og Jónas Árnason ásamt erlendum lögum úr leikverkum eftir Oscar Hammerstein og Stephen Sondheim. Á meðal lagahöfunda eru Atli Heimir Sveinsson, Jón Àsgeirsson, Jón Múli Àrnason og Leonard Bernstein. 

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði