5. nóvember: MÍR opnar ljósmyndasýningu um tónleikahald á Gljúfrasteini

MÍR, félag um menningartengsl milli Íslands og Rússlands, opnar ljósmyndasýningu í húsakynnum sínum  á Hverfisgötu 105 sunnudaginn 5. nóvember kl. 16:00. Ljósmyndirnar eru fengnar af yfirstaðinni sýningu Gljúfrasteins um tónleikahald á Gljúfrasteini á 5. og 6. áratugnum


Ljósmyndirnar voru teknar þegar Halldór var formaður MÍR sem á þessum árum tók á móti sendinefndum frá Sovétríkjunum. Í sendinefndunum var tónlistarfólk á borð við Aram Katsjatúrian, Tatjana Nikolaéva, Pavel Lisistjan, Mstislav Rostropovitsj ásamt fleirum.


Sýningin kemur til með að standa yfir í tvær vikur frá opnunardegi. Opið er alla daga nema þriðjudaga milli 16:00 – 19:00.

Til baka í viðburði