27. ágúst: Stofutónleikar. Sóley á síðustu stofutónleikum sumarsins

Það er engin önnur en Sóley sem slær botninn í sumartónleikaröð Gljúfrasteins sumarið 2017.

Sóley Stefánsdóttir. 

Ljósmynd: Ingibjörg Birgisdóttir

Á tónleikunum mun hún framlengja sumarið með flutningi á lögum af nýjustu plötu sinni, Endless Summer, í bland við eldri lög. Meðleikarar hennar verða Albert Finnbogason á bassa og Katrín Helga Andrésdóttir á hljómborð.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði