20. ágúst: Stofutónleikar. Quartetto a muoversi leikur íslenska tónlist

Quartetto a muoversi er nýr kvartett skipaður Björk Níelsdóttur sópransöngkonu, Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara, Grími Helgasyni, klarínettuleikara og Svani Vilbergssyni gítarleikara. 

Nafn kvartettsins vísar til hreyfanleika hans og þess markmiðs að stuðla að ferskri nálgun á klassíska tónleikaformið. Markmið kvartettsins er að frumflytja a.m.k. eitt nýtt verk á hverjum tónleikum.
Á tónleikunum verður leikin tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Gísla J. Grétarsson, Jón Nordal, Elínu Gunnlaugsdóttur og nýtt verk frumflutt eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði