2. og 3. des: Tal og tónar á laugardegi. Skáldastund á sunnudegi

Það verður mikið um að vera á Gljúfrasteini um helgina. Á laugardeginum kl. 15:00 heimsækir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og píanóleikari Gljúfrastein á ný og endurflytur erindi og píanóleik sem hann hélt upprunalega í haust í tengslum við sýninguna Að öðru leyti eftir ósk skáldsins. Færri komust þá að en vildu og eftir fjölda áskorana hefur verið ákveðið að efna til viðburðarins í annað sinn. Á sunnudeginum kl. 16:00 leiða saman hesta sína Jón Kalman Stefánsson, Kristín Ómarsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Friðgeir Einarsson og lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum á öðru upplestrarsíðdegi Gljúfrasteins í aðdraganda jóla. 

Tónar og tal með Árna Heimi á Facebook

Aðventuupplesturinn á Facebook

Aðgangur á viðburðina er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Til baka í viðburði