Dúó Atlantica er skipað mezzósópransöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og spænska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui. Á tónleikunum Hvert örstutt spor munu þau flytja íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Hauk Tómasson og þau sjálf.
Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.
Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.
Til baka í viðburði