13. ágúst: Stofutónleikar. Kvartettinn Kurr með Valgerði Guðnadóttur í broddi fylkingar

Kvartettinn Kurr samanstendur af þeim Valgerði Guðnadóttur, söngkonu, Helgu Laufeyju Finnbogadóttur, píanó, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, kontrabassa og Erik Qvick, slagverk. 

Á stofutónleikum Gljúfrasteins mun kvartettinn leika íslenskar dægurperlur, tangóa og jazzsönglög í eigin útsetningum.

 

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

Til baka í viðburði