Vatnaskil - Ástvaldur Traustason og Tómas R. Einarsson

10/06 2014

Ástvaldur Traustason og Tómas R. Einarsson

Dúóið Vatnaskil flytur frumsamin verk á huglægu nótunum sunnudaginn 15. júní. Dúóið skipa þeir Ástvaldur Traustason píanó og Tómas R. Einarsson kontrabassi.

 

Ástvaldur Traustason og Tómas R. Einarsson hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á sviði tónlistar, leikið með hljómsveitum og sent frá sér hljómdiska. Báðir hafa þeir lagt áherslu á djasstónlist í tónsköpun sinni og munu tónleikagestir á stofutónleikum Gljúfrasteins næstkomandi sunnudag m.a. fá að njóta tónlistar af geisladisknum Streng frá árinu 2011 og frumsaminnar tónlistar sem er sérstaklega samin fyrir stofutónleikana. Tónlist þeirra Ástvaldar og Tómasar er á huglægu nótunum, flæðandi og byggir á spuna.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1500 krónur

Hér má sjá dagskrá stofutónleika sumarsins