Valentin Dezalle flytur fyrirlestra um Halldór Laxness í Alliance française

19/05 2015

Halldór nýkominn til Danmerkur - 17 ára og fyrsta bókin rétt ókomin út heima á Íslandi.

Valentin Dezalle, doktorsnemi við Háskólann í Caen í Normandí, flytur þrjá fyrirlestra um þroskaferil Halldórs Laxness frá 1916-1927. Fyrirlestrarnir verða í húsakynnum Alliance Française við Tryggvagötu 8 og hefjast kl. 20:00.

Fyrirlestrarnir fara fram á frönsku og verða fluttir þann 20. maí,  27. maí og 3. júní. Valentin Dezalle mun m.a. fjalla um tímabilið 1916-1927 í þessum þremur fyrirlestrum en hann hefur stundað rannsóknir á æskuverkum Halldórs Laxness. Þann fyrsta í röðinni flytur Dezalle á morgun miðvikudaginn 20. maí og ber hann titilinn Sur les traces d’un écrivain en herbe : des premières publications dans les journaux jusqu’à ses critiques du modèle hamsunien (1916-1921). Hver fyrirlestur tekur um klukkutíma ásamt kaffihléi.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alliance française.

Allir hjartanlega velkomnir.