Upplestur á aðventu

26/11 2013

Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bjarni Gunnarsson sem lásu upp úr bókum sínum á Gljúfrasteini á aðventunni árið 2012.

Upplestur á aðventu

Nú fer aðventan að ganga í garð og eins og venjulega á þessum árstíma streyma nýjar og spennandi bækur í búðirnar. Að vanda verður lesið upp úr bókum á Gljúfrasteini. Listinn yfir höfundana er spennandi og verkin sem kynnt verða af ýmsum toga. Þar má finna ljóð, smásögur og skáldsögur auk þess sem nokkrir þýðendur munu koma og lesa úr þýddum verkum. Upplestrarnir verða alla sunnudaga í desember kl. 16.00 og er aðgangur ókeypis. Allir eru velkomnir.

Eftirfarandi höfundar munu koma fram á fyrsta upplestri aðventunnar nú á sunnudaginn, 1. desember:

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir – Stúlka með maga
Sigurður Karlsson – Þýðandi Klefa nr. 6
Dagur Hjartarson – Eldhafið yfir okkur
Þorsteinn frá Hamri – Skessukatlar

Hér má sjá dagskrá aðventuupplestranna í heild sinni