Tríó Árna Heiðars Karlssonar í stofunni á Gljúfrasteini

23/06 2010

Árni Heiðar Karlsson, píanó

Tríó Árna Heiðars Karlssonar mun halda tónleika í stofu nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag kl. 16. Með Árna Heiðari í tríóinu leika Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur.

Tríóið mun leika tónsmíðar Árna Heiðars sem er meðal annars að finna á plötunni Mæri sem kom út fyrir tæpu ári hjá Dimmu forlagi. Hljómplatan Mæri var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta plata ársins 2009 í flokki djassplatna og hefur tríóið haldið tónleika víðsvegar um landið í tilefni útgáfunnar.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru alla sunnudaga kl. 16.00 í sumar.

Við viljum vekja athygli á að Mos-Bus ekur ókeypis um Mosfellsbæ í sumar. Ferðamannastrætóinn keyrir um götur bæjarins alla daga vikunnar og stoppar á öllum helstu áfangastöðum hans. Gljúfrasteinn er að sjálfsögðu einn af þeim stöðum. Með þessu er verið að bjóða þægilegan og einfaldan möguleika fyrir Íslendinga jafnt og útlendinga til þess að upplifa allt það helsta sem bærinn hefur upp á að bjóða.