Sumartónleikaröð Gljúfrasteins

01/06 2011

Halldór lærði á píanó í æsku. Það síðasta sem Halldór gerði á heimilinu áður en hann fór á sjúkrahús á tíræðisaldri var að spila á flygilinn.

Sjötta stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst næstkomandi sunnudag, 5. júní, klukkan 16. Spilmenn Ríkínís ríða á vaðið og syngja og leika þjóðlög á langspil, hörpu, gígju, gemshorn og symfón. Meðlimir Spilmanna eru Ásta Sigríður Arnardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Örn Magnússon.

Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði. Tónlistarflutningur og tónleikahald er afar mikilvægur þáttur í starfsemi Gljúfrasteins.

Dagskrá Stofutónleika Gljúfrasteins sumarið 2011

Stofutónleikar Gljúfrasteins verða alla sunnudaga í sumar kl.16. Anna Guðný Guðmundsdóttir er tónlistarráðunautur safnsins og er dagskrá sumarsins fjölbreytt að vanda.

Júní
5. júní                Spilmenn Rikinis, þjóðlög
12. júní              Ingveldur Ýr, sópran og Gerrit Scheuil, píanó
19. júní              Ragnheiður Gröndal, söngur og píanó
26. júní              Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran og Jónas Þórir, píanó

Júlí
3. júlí                 Mógil, hljómsveit
10. júlí               Þórarinn Stefánsson, píanó
17. júlí               Hafdís Vigfúsdóttir, flauta og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó
24. júlí               Anna Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson, píanó fjórhent
31. júlí               Hrönn Þráinsdóttir, píanó, Melkorka Ólafsdóttir, flauta og Grímur Helgason, klarinetta

Ágúst
7. ágúst             Dagrún Ísabella, sópran og Gisella Grima, píanó
14. ágúst           Kristján Karl Bragason, píanó
21. ágúst           Helga Laufey Finnbogadóttir, píanó og Guðjón Þorláksson, kontrabassi
28. ágúst           Þóra Passauer, kontra alt, Birna Hallgrímsdóttir, píanó og Ásdís Hildur Runólfsdóttir, víóla

Gljúfrasteinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17.

Stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá því sumarið 2006. Tónleikarnir fara fram hvern sunnudag frá byrjun júní til loka ágúst. Hér má sjá nánar um stofutónleika síðustu ára.